Styrmir Snær drjúgur gegn Antwerp Giants

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons máttu þola tap gegn Antwerp Giants í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 80-98.

Á 24 mínútum spiluðum skilaði Styrmir Snær 8 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Mons hafa farið einkar erfiðlega af stað inn í þetta nýja tímabil, en þeir leita enn að fyrsta sigrinum eftir fyrstu fjóra leikina.

Tölfræði leiks