spot_img
HomeFréttirStreetballmót á Töðugjöldum á Hellu laugardaginn 18. ágúst

Streetballmót á Töðugjöldum á Hellu laugardaginn 18. ágúst

Hið margrómaða Streetballmót körfuknattleiksdeildar Heklu verður haldið í 4. sinn laugardaginn 18. ágúst. Mótið hefur vaxið og dafnað ár frá ári og er nú orðið fastur liður í körfuboltabransanum á Suðurlandi.
Keppt verður í bæði karla- og kvennaflokkum. 3 saman í liði, leyfilegt er að vera með varamann. Þátttökugjald er 5000 krónur á lið. Mótið byrjar kl 13:00 og verður búið milli 17 og 18.Eftir það er öllum keppendum boðið í sund.
 
Veglegir vinningar í boði.
 
Skráning hjá Inga í síma 864-5950, hjá Kristjáni í síma 846-6569 eða með tölvupósti á [email protected]
  
Fréttir
- Auglýsing -