spot_img
HomeFréttirStrákarnir í U-16 töpuðu fyrir Eistum í Kisakallio

Strákarnir í U-16 töpuðu fyrir Eistum í Kisakallio

Strákarnir í U-16 töpuðu sínum þriðja leik í röð, núna voru það eistar sem höfðu betur 85-73 gegn okkar strákum. Þetta mót er sterkt og strákarnir spiluðu fínan leik í kvöld, en þeir þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri hérna í Kisakallio.

Fyrir leik

Fyrir leikinn höfðu strákarnir ekki ennþá fundið sigur, þeir töpuðu fyrir Svíum fyrsta daginn og í gær gegn ógnarsterku liði Finna. Á meðan Eistland hafði unnið báða sína leiki fyrst gegn Svíum og svo bræðrum okkar í Danmörku.

Leikurinn

Fyrsti leikhluti er æsispennandi, Íslensku stelpurnar sitja á bekknum hjá Íslenskum áhorfendum og hvetja liðið áfram. Strákarnir fá núna að prófa að spila á minni vellinum og þeim virðist líka það ágætlega. Leikurinn er hraður og skemmtilegur en í lok fyrsta leikhluta er staðan 19-18 fyrir Eistlandi og það stefnir allt í hörkuleik, leikurinn er nokkuð jafn en eftir góðan kafla Eistanna eftir tæpar 4 mínúturnar af öðrum leikhluta tekur Snorri leikhlé í stöðunni 31-23 fyrir Eistlandi. Leikurinn spilast svipað út fyrsta hálfleikinn, spenna, jafnræði og hvergi nærri búið staðan í hálfleik 41-34 fyrir Eistum.

Seinni hálfleikur er hafinn og hann byrjar frekar jafn, svo taka strákarnir 7-0 kafla þar sem Frosti setur niður tvo þrista með stuttu millibili og Eistar taka leikhlé í stöðunni 50-50 Ísland er búð að jafna á fyrstu fimm í leikhlutanum. Það eru gífurleg læti í salnum og íslenskir stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Eistarnir svara með 7-0 kafla og komast aftur yfir. Ísland vinnur þennan leikhluta en staðan í leiknum fyrir seinustu 10 mínúturnar er 61-57.

Í seinasta leikhlutanum byrja eistarnir betur, Íslenska liðinu gengur ílla að skora og það tekst loks af vítapunktinum þegar 5:41 er eftir á tímanum fram að því settu Eistar 6 stig í leikhlutanum og staðan því orðin 67-59. En lengra komst íslenska liðið ekki og varð að játa sig sigrað. Lokatölur í þessum leik 85-73.

Kristófer Breki Björgvinsson skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, Guðlaugur Heiðar Davíðsson skoraði 14 stig tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Guðlaugur Heiðar Davíðsson
Kristófer Breki Björgvinsson

Framhaldið

Á morgun eiga strákarnir frídag, en á Mánudaginn 3.Júlí klukkan 16:45 er næsti leikur gegn Dönum. Danir hafa unnið tvo leik, fyrst gegn Norðmönnum og svo Finnum í kvöld, þeir eru fyrsta liðið til vinna Finna, en töpuðu gegn og Eistlandi. Það getur allt gerst á þessu móti.

Fréttir
- Auglýsing -