Amare Stoudamire leikmaður Pheonix Suns er gáttaður á stjórnarháttum forráðamanna félagsins. Suns hafa verið á markaðnum undanfarið með nafn Stoudamire á lofti með hugsanleg skipti á honum í huga. Þetta kemur kappanum verulega á óvart „Þetta ástand hjá okkur hér leikmönnum er mjög erfitt. Það veit engin hvort hann verði hér á morgun og því er ekki auðveld að byrja að einbeita sér að næsta tímabili.“ Stoudamire verður samningslaus eftir næsta tímabil en vil vera áfram hjá Suns. „ Mig langar ekki að vera hjá miðlungsliði sem hefur ekki framtíðarsýn. Mig langar eins og allir aðrir vinna titilinn stóra og vera í liði sem á möguleika á því. „sagði Stoudamier að lokum. Mynd: espn.com