16:42
{mosimage}
(Eistarnir reyndust Birni og hinum strákunum í íslenska liðinu erfiðir í dag)
16 ára landslið Íslands lék í dag sinn fyrsta leik í undanriðli B-deildar Evrópukeppninnar en liðin í þessum riðli leika um sæti 9-16 á mótinu. Ísland mátti sætta sig við nokkuð stóran ósigur gegn sterku liði Eistlands en lokatölur leiksins voru 71-34.
Vörn Eista var Íslendingum erfið viðureignar en Haukur Helgi Pálsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag með 12 stig og 9 fráköst. Næstur honum kom Björn Kristjánsson með 6 stig.
Eistar byrjuðu leikinn 11-0 áður en Íslendingar gerðu sín fyrstu stig af vítalínunni. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-8 og í hálfleik var staðan 35-19. Eistar hleyptu Íslendingum aldrei nærri í síðari hálfleik og lokatölur því 71-34 eins og fyrr greinir.
Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun kl. 11:45 þegar liðið mætir Belgum.
Mynd: Snorri Örn