Stórleikur Elvars í fyrsta sigri PAOK í deild

Elvar Már Friðriksson og PAOK lögðu Maroussi í dag í grísku úrvalsdeildinni, 75-80.

Á rúmum 36 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 22 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði PAOK í leiknum.

Það sem af er deildarkeppni hefur PAOK unnið einn leik og tapað einum.

Tölfræði leiks