Tindastóll hafði tíu stig sigur gegn Þór í bráðskemmtilegum leik sem
fram fór í íþróttahöllinni í gærkvöld, lokatölur Þór 86 Tindastóll 96.
Þegar upp er staðið var leikur liðanna hin besta skemmtun og þeir
rúmlega fimm hundruð áhorfendur sem lögðu leið sýna í höllina fengu svo
sannarlega mikið fyrir peninginn.
Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik og aðeins eitt stig
skildu liðin af eftir fyrsta leikhluta þar sem gestirnir leiddu 23-24.
Gestirnir bættu í forskotið í öðrum leikhlutanum og um hann miðjan var
forskotið sjö stig 30-37. Í kjölfarið kom fínn kafli hjá Þór og þeir
minnkuðu muninn í þrjú stig 40-43 en gestirnir svöruðu með 10-2 kafla og
höfðu átta stiga forskot í hálfleik 42-50.
Að baki bráðfjörugur leikur sem gaf fyrirheit fyrir þann síðari. Besti
maður vallarins í fyrri hálfleik var Sinisa sem skoraði 21 hjá Þór voru
þeir Jamal og Motley með 14 stig hvor.
Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn með látum og bættu í forskotið og
um miðja leikhlutann var munurinn orðin 16 stig og útlit fyrir að
gestirnir ætluðu að stinga af. Þórsarar neituðu að gefast upp og menn
ekki tilbúnir að leggja árar í bát. Þeir þéttu raðirnar og á þriggja
mínútna kafla minnkuðu þeir muninn í sjö stig 58-65 og tvær mínútur
eftir af leikhlutanum. Gestirnir unnu fjórðunginn með þrem stigum 18-21
og leiddu með ellefu stigum 60-71.
Tindastólsmenn byrjuðu fjórða leikhlutann svipað og þeir gerðu í þeim
þriðja og eftir fjögra mínútna kafla var munurinn orðin fimmtán stig
64-79. Leikmenn Þórs höfðu ekki sagt sitt síðasta og líkt og í fyrri
hálfleik neituðu þeir að gefast upp og þegar 1:40 voru eftir af leiknum
var munurinn komin niður í fjögur stig 81-85. Leikhlé.
Margir höfðu vonast eftir spennu og nú var óvænt spenna hlaupinn aftur
í leikinn. Eftir leikhlé setti Geiger niður þrist sem og skömmu síðar
fór hann á vítalínuna og kom gestunum í níu stiga forskot og rétt um
mínúta eftir af leiknum. Tindastóll hélt út og hafi að lokum sanngjarn
tíu stig sigur 86-96.
Lárus sagði í stuttu viðtali við Þór tv eftir leik að leikurinn hafi
verið mikil skemmtun, baráttu leikur, þar sem liðið hafi hitt of illa
til að geta unnið þennan leik. ,,Svo vó það þungt að við misstum Mantas
af velli en hann lék bara fjórar eða fimm mínútur og við töpuðum
frákastabaráttunni. En ég er fyrst og fremst ánægður með baráttuna í
strákunum, kannski smá þreyta í löppunum og þess vegna held ég að skotin
hafi verið svona stutt” voru fyrstu viðbrögð Lárusar eftir tap gegn
Tindastóli.
Í liði Þórs fór mest fyrir þeim Terrance, Pablo og Jamal en hjá
Tindastóli voru það þeir Sinisa Geiger og Pétur Rúnar sem voru
atkvæðamestir.
Framlag Þórs: Terrance 26 stig og 8 fráköst, Pablo Hernández 22 stig og
12 fráköst, Jamal 18 stig og 5 fráköst, Hansel 10 stig, Júlíu Orri 6
stig 5 fráköst og 10 stoðsendingar, Erlendur Ágúst 4 stig.
Framlag leikmanna Tindastóls: Sinisa 27 stig og 5 fráköst, Deremy
Geiger 22 stig, Pétur Rúnar 16 stig 3 fráköst og 3 stoðsendingar, Jaka
Brodnik 10 stig og 18 fráköst, Axel Kárason 8 stig, Jasmin Perkovic 8
stig og 6 fráköst, Viðar Ágústsson 3 stig og Helgi Rafn 2 stig og 6
fráköst. Þá spiluðu þeir Kolbeinn Fannar, Baldur Örn, Mantas og Ragnar
Ágústsson en skoruðu ekki.
Eftir leikinn er Þór sem fyrr í tíunda sæti deildarinnar með 10
stig og Tindastóll áfram í þriðja sætinu nú með 20 stig.
Eins og búast mátti við var vel mætt á leikinn í kvöld en þó fylgdu
færri stuðningsmenn gestunum að þessu sinni en heimamenn fjölmenntu sem aldrei fyrr og voru áhorfendur um 520-530. Stemningin meðal áhorfenda var frábær og fá þeir stórt hrós fyrir sitt framlag.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh