spot_img
HomeFréttirStjarnan skrefi nær Subway eftir öruggan sigur á Meistaravöllum

Stjarnan skrefi nær Subway eftir öruggan sigur á Meistaravöllum

Stjarnan lagði KR í öðrum leik undanúrslitaviðureignar liðanna í fyrstu deild kvenna, 72-83. Stjarnan er því komin með 2-0 forystu í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Fyrir leik

Deildarmeistarar Stjörnunnar höfðu sigur í fyrsta leik viðureignar liðanna í Umhyggjuhöllinni síðasta laugardag, 102-96, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Gangur leiks

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútum nær Stjarnan góðum tökum á leiknum um mið bygg fyrsta leikhlutans og leiða með 9 stigum fyrir annan fjórðung, 19-28. Stjarnan hótar að stinga af undir lík fyrri hálfleiksins, en heimakonur gera ágætlega að halda leiknum í seilingarfjarlægð, munurinn 14 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-48.

Ísold Sævarsdóttir algjör yfirburðar leikmaður i þessum fyrri hálfleik á báðum endum vallarins, en eftir fyrstu tvo fjórðungana var hún komin með 17 stig. Violet Morrow að draga vagninn fyrir KR með 15 stig.

Áhlaupim KR í upphafi seinni hálfleiksins er alltaf svarað af gestunum úr Garðabæ. Forskot Stjörnunnar helst þó svipað inn í lokaleikhlutann, 57-67. Í þeim fjórða tekur Stjarnan öll völd á leiknum með sterku 1-12 áhlaupi á fyrstu þremur mínútum fjórðungsins. Munurinn 20 stig þegar 5 mínútur eru til leiksloka. Stjarnan gerir ágætlega að hleypa KR aldrei inn í leikinn og fara að lokum með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 72-83.

Atkvæðamestar

Riley Marie Popplewell var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 14 stig, 19 fráköst og 7 stolna bolta. Henni næst var Ísold Sævarsdóttir með 20 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir KR var Violet Morrow atkvæðamest með 26 stig, 13 fráköst og 4 stolna bolta og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir bætti við 11 stigum og 6 fráköstum.

Hvað svo?

Þriðji leikur liðanna er komandi föstudag 31. mars í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ og getur Stjarnan bæði tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið þar, sem og öruggt sæti í 10 liða Subway deild á komandi tímabili.

Tölfræði leiks


Fréttir
- Auglýsing -