spot_img
HomeFréttirStjarnan lagði Fjölni í æfingaleik

Stjarnan lagði Fjölni í æfingaleik

 
Nú ,,korter“ í mót fer fram fjöldi æfingaleikja og á fimmtudagskvöld mættust Stjarnan og Fjölnir í Ásgarði. Um hörkuleik var að ræða þar sem heimamenn í Garðabæ höfð nauman 81-80 sigur á Grafarvogspiltum. 
Fannar Helgason gerði 23 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Justin Shouse var ekki langt undan með 20 stig. Tómas Tómasson var atkvæðamestur í liði Fjölnis með 20 stig. Stjarnan hefur unnið alla æfingaleiki sína til þessa.
 
Á heimasíðu stuðningsmanna Stjörnunnar segir:
 
Marvin (Valdimarsson) og Daníel (Guðni Guðmundsson) eru hægt og bítandi að komast inn í leik liðsins og þeir Guðjón (Lárusson) og Ólafur Aron (Yngvason) munu einnig styrkja liðið en þeir voru meiddir svo til allt tímabilið í fyrra.
 
Næsti æfingaleikur er gegn Íslands og bikarmeisturum Snæfells í Ásgarði í dag, laugardag kl 16:30.
 
Fréttir
- Auglýsing -