Stjarnan varð á dögunum Íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna.
Titilinn vann Stjarnan eftir 2-0 sigur gegn Keflavík í úrslitaeinvígi, en seinni leikinn unnu þær 46-59 í Blue höllinni í Keflavík.
Að leik loknum var Berglind Katla Hlynsdóttir valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún var með 24 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu ásamt þjálfara þeirra Yngva Gunnlaugssyni.
Mynd / KKÍ