Þórsarar komu í heimsókn í kvöld á Skagann alla leið frá Akureyri. Þór var með tölfræðina með sér fyrir leikinn, höfðu unnið 6 en tapað tveim á meðan heimamenn voru með 50% vinningshlutfall, 4 sigrar og 4 töp.
Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið voru að spila góða vörn og staðan eftir 5 mínútna leik var staða 4-4. Liðin hittnuðu þó aðeins og seinni 5 mínútur fjórðungsins skoruðu heimamenn 14 stig gegn 15 stigum gestanna sem leiddu 18-19.
Annar leikhluti var nokkuð jafn framan af en Þórsarar tóku seinni hluta fjórðungsins yfir og leiddu í hálfleik 28-38. Lítið skor en það bera að hrósa liðunum fyrir varnarleikinn.
Það má segja að Þórsarar hafi lagt grunninn að sigrinum þarna, tóku þriðja leikhluta 15-18 og kláruðu avo fjórða leikhlutann nokkuð auðveldlega 13-21 og lokatölur leiksins voru 56-77.
Sanngjarn sigur hjá gestunum en slakur leikur heimamanna, þá sérstaklega sóknarlega staðreynd. Þórsarar eru í þægilegri stöðu í deildinni í 2.-3. sæti á meðan ÍA er enn í 6. sæti og ljóst að liðið þarf að taka sig saman í andlitinu til að landa úrslitakeppnissæti.
Mynd úr leiknum af Herði K. Nikulássyni
Myndina tók Jónas H. Ottósson