Þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jamtland Basket unnu sterkan útisigur á Norrköping Dolphins og meistarar Sundsvall Dragons lögðu botn lið ecoÖrebro en Helgi Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR máttu þola stórt tap á heimavelli.
Sundsvall Dragons 94-84 ecoÖrebro
Jakob Örn Sigurðarson fór fyrir Sundsvall með 28 stig, 4 stoðsendingar, 3 fráköst og 2 stolna bolta. Hlynur Bæringsson lét ekki sitt eftir liggja og splæsti í tvennu með 17 stig og 11 fráköst og þá var Pavel Ermolinski einnig með tvennu, 11 stig og 11 stoðsendingar og ekki fjarri þrennunni þar sem hann tók einnig 7 fráköst. Með sigrinum er Sundsvall í 2. sæti deildarinnar.
Norrköping Dolphins 72-86 Jamtland Basket
Brynjar Þór Björnsson gerði 9 stig í liði Jamtland og tók 3 fráköst. Brynjar hefur oft verið heitari og setti aðeins 1 af 5 í þristum þennan leikinn en stigin tvö skiluðu sér í hús hjá Jamtland engu að síður. Þrátt fyrir sigurinn er Jamtland engu að síður í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig, 4 stigum á eftir Solna Vikings í 8. sæti.
08 Stockholm HR 64-83 LF Basket
Helgi Magnússon gerði 5 stig í liði 08, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Eftir leikinn í gær er 08 í 7. sæti deildarinnar með 20 stig.
Annað kvöld verður Brynjar Þór á ferðinni með Jamtland þegar liðið tekur á móti toppliði LF Basket og er það síðasti leikur liðsins á árinu en 08 Stockholm, Sundsvall og Solna Vikings leika ekki aftur fyrr en á nýju ári.
Staðan í sænsku deildinni
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma /- i rad | Borta /- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | LF Basket | 18 | 13 | 5 | 26 | 1599/1441 | 88.8/80.1 | 8/2 | 5/3 | 90.4/81.1 | 86.9/78.8 | 5/0 | 9/1 | 5 | 3 | 5 | 1/2 |
2. (2) | Dragons | 20 | 12 | 8 | 24 | 1727/1642 | 86.4/82.1 | 9/1 | 3/7 | 88.3/79.6 | 84.4/84.6 | 2/3 | 6/4 | 1 | 5 | -4 | 1/3 |
3. (-1) | Borås | 19 | 12 | 7 | 24 | 1778/1723 | 93.6/90.7 | 6/3 | 6/4 | 94.7/88.3 | 92.6/92.8 | 3/2 | 5/5 | -2 | 1 | -2 | 2/1 |
4. (1) | Kings | 19 | 11 | 8 | 22 | 1585/1498 | 83.4/78.8 | 8/2 | 3/6 | 87.5/77.0 | 78.9/80.9 |
|