Nú eru aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik Íslands á EuroBasket 2017. Leikurinn hefst kl. 13:30 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Margir stuðningsmenn hafa fylgt liðinu til Finnlands, en í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá stuðningsmannasvæðinu nú rétt fyrir leik, en þar tóku Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir nokkrar vel valdar perlur fyrir mannskapinn.
Fan Zone fyrir fyrsta leik gegn Grikklandi