Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Finnland í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 50-76.
Liðið vann því alla leiki sína nema einn og vann til silfurverðlauna á mótinu. Eina tap Íslands var gegn Svíþjóð, en það lið vann mótið á þeirri innbyrðisviðureign gegn Íslandi.
Steinar Rafn Rafnarsson og Stefán Karl Eyglóarson spjölluðu við Körfuna eftir að liðið fékk verðlaunin í dag.