spot_img
HomeFréttirSt Francis enn án sigurs

St Francis enn án sigurs

 Gunnar Ólafsson og félagar í St Francis Brooklyn háskólanum spiluðu sinn þriðja leik í nótt í háskólaboltanum og töpuðu sínum þriðja nótt einnig. Að þessu sinni spiluðu þeir gegn liði Rutgers. Rutgers höfðu komið sér í 13 stiga forystu áður en flautað var til leikhlés en St Francis náðu að minnka það niður í þeim seinni og úr var hörku endasprettur.  St Francis komust í fyrstu forystu sína í leiknum þegar Gunnar Ólafsson setti niður þrist í stöðunni 61:60 og rúmar 8 mínútur til loka.  Á lokasprettinum áttu svo St Francis menn þriggjastiga skot sem hefði unnið leikinn en skotið geigaði og liðið enn á eftir sínum fyrsta sigri. Gunnar fékk ekki tækifæri á lokaskotinu og augljóst að þjálfari liðsins hefur ekki séð þetta myndband.
 
Gunnar Ólafsson fékk hinsvegar aldeilis að spreyta sig þetta kvöldið, hann spilaði 28 mínútur og setti niður 6 stig ásamt því að hirða 3 fráköst og stela einum bolta. 
 
Næsti leikur St Francis er gegn LaSalle háskólanum. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -