spot_img
HomeFréttirSpennandi að fá að æfa hjá Benna

Spennandi að fá að æfa hjá Benna

 
Grétar Ingi Erlendsson kann sitthvað fyrir sér í návígi við körfuna en eitthvað hefur boltinn hjá honum verið endaslepptur undanfarið. Grétar er nýbúinn að bæta við mannkynið en viðurkennir að spennandi væri að fá að æfa hjá Benedikt Guðmundssyni sem nú þjálfar Þór í Þórlákshöfn.
,,Ég eignaðist litla stelpu núna rétt fyrir tímabil og datt í einhvern pabbagír, ég ætlaði mér alltaf að byrja aftur en veit ekki hvað ég geri úr þessu,“ sagði Grétar sem tímabilið 2008-2009 var með 14,2 stig að meðaltali í leik fyrir Þór Þorlákshöfn í 1. deildinni.
 
,,Löngunin er til staðar en ég hef einhvern veginn ekki náð að koma mér í gang. Maður skoðar náttúrulega allt en það er mjög spennandi að fá að æfa hjá Benna enda hörku þjálfari á ferð. Ég æfði aðeins hjá honum í sumar og leist mjög vel á hann. Ég er líka handviss um að hann eigi eftir að gera góða hluti í vetur.“
 
Ljósmynd/ Hjalti Vignis: Grétar í leik með Þór Þorlákshöfn gegn Skallagrím.
 
Fréttir
- Auglýsing -