Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.
Við kynnum liðið sem spáð er 7. sætinu, Haukum úr Hafnarfirði.
7. sæti – Haukar
Eftir frekar rólegt tímabil í fyrra, eru Haukar aftur líklegir til afreka. Missa þjálfara sinn til fjölda ára Ívar Ásgrímsson yfir lækinn til Breiðabliks, en endurheimta heimamennina Emil Barja frá KR og Kára Jónsson frá Barcelona. Skemmtilegar viðbætur einnig í Gunnari Inga frá Val og Gerald Robinson frá ÍR. Nýr þjálfari liðsins, Israel Martin, haldið Tindastóli í fremstu röð síðastliðin ár og með þennan hóp er allt eins líklegt að hann geri slíkt hið sama með Haukana.
Komnir:
Emil Barja frá KR
Flenard Whitfield frá Kitchener-Waterloo Titans (Kanada)
Gunnar Ingi Harðarson frá Val
Israel Martin frá Tindastól (þjálfari)
Gerald Robinson frá ÍR
Kári Jónsson frá Barcelona
Farnir:
Ívar Ásgrímsson til Breiðablik (þjálfari)
Hilmar Smári Henningsson til Valencia
Russell Woods óljóst
Ori Garmizo óljóst
Mikilvægasti leikmaður:
Ef að Haukar ætla sér að valda einhverjum usla, þá þarf Kári Jónsson að vera með. Ef hann helst heill í vetur, þá er hann mikilvægasti leikmaður liðsins. Einstakir hæfileikar sem hann býr yfir sem leikmaður gætu farið með Haukana langt. Þekkir deildina einnig vel, spilaði síðast tímabilið 2017-18 og skilaði þar 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum á að meðaltali rúmum 30 mínútum í leik. Haukar þá deildarmeistarar.
Fylgist með
Hjálmari Stefánssyni, ekkert efnilegur lengur, einfaldlega góður, 23 ára gamall. Tók stórt stökk í fyrra tölfræðilega og inn í íslenska landsliðið. Við búumst við öðru eins stökki frá honum þetta tímabilið.
Þakið:
Haukar geta vel farið mun ofar en 7. sætið. Haldist allir heilir og ef það myndast einhver stemming þá getum við allt eins séð þá fara upp í 3. sætið.
Gólfið:
Ef liðin í kringum þá eru öll betri, sjáum við gólf Hauka í 8. sætinu. Með í úrslitakeppninni, 100%, en út í fyrstu umferð.
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- Keflavík
- Þór
- Fjölnir
- ÍR
- Þór Ak



