Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.

Við hefjum þessa spá með því að kynna liðið sem er endar í 10. sæti samkvæmt spánni.

10. sæti – Fjölnir

Eftir fjögurra ára bið er Fjölnir komið aftur í efstu deild. Liðið hefur verið mjög sterkt í 1. deildinni síðustu ár og hefur verið í baráttunni öll árin. Liðið heldur sama kjarna og í fyrra og bætir við. Mikill stígandi var hjá Fjölni á síðustu leiktíð og toppaði liðið í úrslitakeppninni sem þeir unnu örugglega. Það verður gaman að sjá Fal Harðar aftur í brúnni í efstu deild og hvað hann nær útúr þessu Fjölnisliði.

Komnir og farnir:

Komnir:

Jere Vucica frá Elchingen (Þýskaland)

Victor Moses frá Newcastle Eagles (England)

Orri Hilmarsson frá KR

Farnir:

Davíð Guðmundsson í Skallagrím

Marquese Oliver óljóst

Arnar Geir Líndal til Sindra

Sigmar Jóhann Bjarnason til Selfoss

Davíð Alexander H. Magnússon til Keflavíkur

Mikilvægasti leikmaður:

Róbert Sigurðsson fær nú aftur tækifæri til að sýna sig í Dominos deildinni. Hann lék þar síðast með Stjörnunni fyrir tveimur tímabilinum síðan. Hann á mikið inni á því leveli en hefur verið frábær í 1. deildinni síðustu ár. Þarf að stíga upp í efstu deild til þess að Fjölnir nái að bjarga sæti sínu og gera eitthvað á tímabilinu.

Fylgist með

Orri Hilmarsson sprakk út í byrjun síðasta tímabils með KR þar sem hann lék frábærlega. Hlutverk hans hjá liðinu fór minnkandi þegar leið á tímabilið en hann ákvað að söðla um í sumar og leikur með Fjölni. Verður spennandi að sjá þennan öfluga leikmann í lykilhlutverki í vetur.

Þakið:

Fjölnir nær tæplega í úrslitakeppni en margt þarf að falla með liðinu svo svo fari. 9. sæti í þakið.

Gólfið:

Liðið nær ekki upp stemmningu og lenda í vandræðum allt tímabilið. 12. sæti

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020

 1. _________________
 2. _________________
 3. _________________
 4. _________________
 5. _________________
 6. _________________
 7. _________________
 8. _________________
 9. _________________
 10. Fjölnir
 11. ÍR
 12. Þór Ak