Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.

Við hefjum þessa spá með því að kynna liðið sem missir af úrslitakeppninni og endar í 9. sæti.

9. sæti – Þór Þorlákshöfn

Eitt af spútnikliðum síðasta tímabils Þór Þ. fara inní tímabilið ekki ósvipað fyrir ári síðan. Litlar væntingar voru gerðar til liðsins en restin er sagnfræði. Liðið heldur íslenska kjarnanum frá síðasta tímabili en þjálfaraskipti hafa orðið. Friðrik Ingi er mættur á ný í þjálfun og verður gaman að sjá hann á ný. Mikið mun mæða á nýjum erlendum leikmönnum en liðið gerði algjör skipti þar. Síðasta tímabil kenndi okkur að afskrifa ekki Þórsara en erfitt er að sjá fyrir sér annað ævintýri þetta árið.

Komnir og farnir:

Komnir:

Friðrik Ingi Rúnarsson (þjálfari)

Omar Sherman frá William-Penn

Marko Bakovic frá KK Gorica (Króatía)

Vladimir Nemcok frá Rhein Köln (Þýskalandi)

Farnir:

Jaka Brodnik til Tindastóls 

Baldur Þór Ragnarsson til Tindastóls (þjálfari)

Kinu Rochford óljóst

Nick Tomsick til Stjörnunnar

Mikilvægasti leikmaður:

Halldór Garðar Hermannsson steig upp á síðasta tímabili og varð algjör lykilmaður. Það var einfaldlega þannig að þegar Halldór lék vel þá vann Þór. Þórsarar þurfa að stóla á það áfram á næsta tímabili og Halldór þarf að taka enn eitt skrefið á sínum ferli.

Fylgist með

Styrmir Snær Þrastarson er efnilegur bakvöður sem lék stórt hlutverk með U18 ára landsliðinu í sumar. Hann fékk nokkur tækifæri á síðustu leiktíð en fær að öllum líkinum fleiri tækifæri í vetur.

Þakið:

Hafnarbúar upplifa annað ævintýri og koma aftur á óvart. Enda í 6. sæti og komast í úrslitakeppni örugglega.

Gólfið:

Öll stemmning og liðsheild fer í vaskinn og liðið lendir í vandræðum strax í upphafi. Fallið gæti þá beðið Þórs ef allt færi á allra versta veg.

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020

 1. _________________
 2. _________________
 3. _________________
 4. _________________
 5. _________________
 6. _________________
 7. _________________
 8. _________________
 9. Þór Þ
 10. Fjölnir
 11. ÍR
 12. Þór Ak