Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.
Við kynnum liðið sem spáð er 6. sætinu.
6. sæti – Valur
Valur kom aftur upp í deild þeirra bestu fyrir tveimur árum. Á þessum tveimur tímabilum hafa þeir gert vel í að falla ekki aftur, eins og svo oft gerist með lið sem koma upp. Voru meira að segja nokkuð nálægt því að komast í úrslitakeppnina á því síðasta. Væntingarnar fyrir þetta tímabil þó nokkuð meiri í ljósi hreyfinga á leikmannahóp yfir sumarið. Ná í tvo landsliðsmenn í Pavel frá KR og Aron úr frönsku b deildinni. Ættu að vera góðir.
Komnir:
Pavel Ermolinski frá KR
Dominique Hawkings frá Stockton Kings (USA)
Frank Aron Booker frá ALM Everux (Frakkland)
Farnir:
Dominique Deon Rambo óljóst
Aleks Simeonov óljóst
Nicholas Schlitzer óljóst
Gunnar Ingi Harðarson til Hauka
Birgir Björn Pétursson til Álftanes
Sigurður Dagur Sturluson hættur
Oddur Birnir Pétursson hættur
Mikilvægasti leikmaður:
Pavel Ermolinski verður mikilvægasti leikmaður þeirra í vetur. Leikmaður hokinn bæði af hæfileikum og reynslu. Frábær báðumegin á vellinum eins og hann sýndi með íslenska landsliðinu í sumar (oft áður reyndar líka) Verið hluti af djúpum meistaraliðum KR síðustu ára, en eilítið með þetta Valslið á herðum sér. Umdeilanlega besti leikmaður efstu deildar frá upphafi, verður gaman að sjá hvort hann stendur undir því með nýju liði.
Fylgist með
Frank Aron Booker er með öllu óskrifað blað í efstu deild á Íslandi. Kláraði háskóla í Bandaríkjunum og lék svo í Frakklandi í fyrra. Þarf að sanna sig fyrir áhangendum Dominos deildarinnar í vetur, og við höldum að hann geri það.
Þakið:
Ef allt smellur hjá Ágústi og félögum í Origo Höllinni verður Valur með heimavöll í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þriðja, fjórða sætið þá. Hærra fara þeir ekki.
Gólfið:
Líkt og með svo mörg önnur lið þá geta meiðsl sett strik í reikninginn. Fari allt fjandans til hjá liðinu gætu þeir dottið aftur niður fyrir sjöunda eða áttunda sætið. Mjög langsótt samt að einhver veruleiki sé til þar sem þeir missi af úrslitakeppninni.
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- Haukar
- Keflavík
- Þór
- Fjölnir
- ÍR
- Þór Ak