spot_img
HomeFréttirSolna lá í gær: Fjórir leikir í sænsku í kvöld

Solna lá í gær: Fjórir leikir í sænsku í kvöld

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings fengu skell í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Solna fór þá í heimsókn til Uppsala Basket og lágu 86-66. Logi var sem fyrr í byrjunarliði Solna og gerði 10 stig í leiknum á tæpum 34 mínútum.
Logi var einnig með 3 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Í kvöld eru hin þrjú Íslendingaliðin á ferðinni í sænsku deildinni. Meistarar Sundsvall Dragons taka þá móti botnliði ecoÖrebro, Brynjar Þór Björnsson fer með Jamtland í heimsókn til Norrköping Dolphins og Helgi Magnússon verður á heimavelli með 08 Stockholm HR þegar LF Basket kemur í heimsókn.
 
Mynd úr safni/ Magnus Neck: Logi og félagar í Solna Vikings töpuðu í gær
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -