spot_img
HomeFréttirSögulegur uppgangur Gnúpverja heldur áfram

Sögulegur uppgangur Gnúpverja heldur áfram

 

 

Gnúpverjar eru eina félag íslenskrar körfuboltasögu til þess að fara upp um deild tvö ár í röð og vinna þeir nú hörðum höndum að því að búa sig undir átök komandi tímabils í 1. deild karla. Samkvæmt eftirfarandi fréttatilkynningu eru þeir nú komnir með ársmiða fyrir 2017/18 tímabilið í sölu, en miðarnir eru í formi glæsilegrar derhúfu merktri félaginu. Hana er hægt að kaupa á nýopnaðri síðu félagsins, þar sem einnig verður hægt að fylgjast með fréttum af liðinu.

 

 

 

Ársmiðaderhúfan:

 

 

Fréttatilkynning Gnúpverja:

Meistaraflokkur Ungmennafélags Gnúpverja í körfuknattleik karla hófu í gær sölu á ársmiðum á heimaleiki sína fyrir næsta tímabil í gær. Ársmiðarnir kosta 4.000 kr. og gilda á alla heimaleiki Gnúpverja í 1. deild KKÍ á næsta tímabili. Það sem er skemmtilegt við ársmiða Gnúpverja er að þeir eru í formi derhúfa.

 

Derhúfurnar eru sérstaklega glæsilegar. Hvítar með ísaumuðu merki Ungmennafélags Gnúpverja og deri í gylltum felulitum. Myndir af húfunum má finna í viðhengi. Frétt um húfurnar á heimasíðu Gnúpverja má finna hér: http://gnupnation.is/derhufurnar-eru-komnar/ og hægt er að nálgast þær í vefverslun okkar á þessari slóð: http://gnupnation.is/product/derhufaarsmidi-2017-18/ 

 

Gnúpverjar eru eina liðið í íslenskri körfuknattleikssögu til að fara upp um tvær deildir tvö tímabil í röð. Liðið var stofnað 2015 og lék það tímabil í 3. deild KKÍ. Liðið leikur undir stjórn Máté Dalmay og hefur frá 2015 samanstaðið af sama leikmannakjarna, nokkrir leikmenn hafa þó bæst í hópinn fyrir komandi átök.

 

Á nýopnaðri heimasíðu Gnúpverja, www.gnupnation.is, má fylgjast með fréttum af liðinu, fræðast um liðið og að sjálfsögðu kaupa ársmiðaderhúfurnar.

 

Fyrir allar frekari upplýsingar má hafa samband við Jóhannes Helgason, meðlim í stjórn körfuknattleiksdeildar Gnúpverja og leikmann liðsins í [email protected] eða í síma 8490841.

Fréttir
- Auglýsing -