Úrslitakeppni karla er nú haldin í 28. sinn en hún fór fyrst fram árið 1984. Sögulegir atburðir gætu verið í fæðingu en eins og mönnum er kunnugt þá leiða KR-ingar einvígið gegn Keflavík 2-0 og hinumegin er Stjarnan þegar búin að tryggja sér sæti í úrslitum. Aldrei hefur það gerst í sögu úrslitakeppninnar að ekkert lið frá Suðurnesjum (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) hafi verið í úrslitarimmunni sjálfri!
27 úrslitakeppnir í röð hafa Suðurnesin alltaf átt a.m.k. einn fulltrúa í úrslitaeinvíginu sjálfu og í 21 skipti hafa Suðurnesjaliðin fagnað sigri (UMFN 11 –Keflavík 9 – Grindavík 1 )
Ef fer sem horfir og KR-ingar slá út lið Keflavíkur þá er nokkuð ljóst að um sögulegt úrslitaeinvígi verður um að ræða.
Þess má einnig geta að af 27 skiptum hefur Reykjanesbær (Njarðvík – Keflavík) átt fulltrúa í 25 skipti.
Úrslitaeinvígin síðan 1984:
1984 Njarðvík 2-0 Valur
1985 Njarðvík 2-1 Haukar
1986 Njarðvík 2-0 Haukar
1987 Njarðvík 2-0 Valur
1988 Njarðvík 1-2 Haukar
1989 Keflavík 2-1 KR
1990 KR 3-0 Keflavík
1991 Njarðvík 3-2 Keflavík
1992 Keflavík 3-2 Valur
1993 Keflavík 3-0 Haukar
1994 Grindavík 2-3 Njarðvík
1995 Njarðvík 4-2 Grindavík
1996 Grindavík 4-2 Keflavík
1997 Keflavík 3-0 Grindavík
1998 KR 0-3 Njarðvík
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík
2000 Grindavík 1-3 KR
2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll
2002 Keflavík 0-3 Njarðvík
2003 Grindavík 0-3 Keflavík
2004 Snæfell 1-3 Keflavík
2005 Keflavík 3-1 Snæfell
2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur
2007 Njarðvík 1-3 KR
2008 Keflavík 3-0 Snæfell
2009 KR 3-2 Grindavík
2010 Keflavík 2-3 Snæfell
2011 Stjarnan – ?