Snæfellsliðin lögðu land undir fót um helgina og luku æfingaferðalaginu með leikjum gegn Hamri í Hveragerði í gær. Á laugardeginum hafði karlaliðið sigur gegn Stjörnunni og kvennaliðið lá gegn drengjaflokki KR.
Kvennalið Snæfells nældi í sigur gegn Hamarskonum í spennuleik í gær sem fór 62-63 Hólmurum í vil. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 9 stig í liði Hamars en hjá Snæfell var Jamie Braun með 16 stig.
Karlalið Snæfells átti ekki nokkrum vandræðum með gestgjafa sína og unnu stórt, 80-126. Darri Hilmarsson var stigahæstur Hamarsmanna með 19 stig en Sean Burton gerði 26 stig fyrir Hólmara.
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Burton setti 26 stig í Blómabænum í gær.