spot_img
HomeFréttirSlóvakía sigraði Ísland í Ísrael

Slóvakía sigraði Ísland í Ísrael

 

Undir 20 ára lið kvenna keppir þessa dagana í B deild Evrópumótsins í Eilat í Ísrael. Fyrsta leik mótsins töpuðu þær íslensku í gær fyrir Grikklandi, en í dag töpuðu þær einnig leik sínum gegn Slóvakíu, 36-68.

 

Líkt og í leiknum í gær gegn Grikklandi, byrjuðu íslensku stelpurnar leikinn ekki vel. Eftir fyrsta leikhluta voru þær 9 stigum undir, 6-15 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn kominn í 17 stig, 16-33.

 

Seinni hálfleikurinn var svo einnig eign Slóvakíu. Eftir þrjá leikhluta var munurinn kominn í 23 stig, 27-50. Fór svo að lokum að Slóvakía sigraði með 32 stigum, 36-68.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Thelma Dís Ágústsdóttir, en hún skoraði 12 stig, tók 7 fráköst og stal 3 boltum á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.

 

Íslenska liðið ekki verið að ná í úrslit í þessum fyrstu tveimur leikjum mótsins, en næst leika þær á morgun gegn Úkraínu. Úkraína hefur, líkt og Ísland, tapað báðum leikjum sínum til þessa og verður því líklega hart barist.

 

Tölfræði leiks

Hér er meira um liðið

Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér

Fréttir
- Auglýsing -