Að venju verður efnt til Troðslukeppni á Stjörnuleikshátíðinni þann 14. janúar í Dalhúsum í Grafarvogi og óskar KKÍ eftir þátttakendum til að taka þátt.
Áhugasamir geta sent póst á [email protected]
Háloftafuglinn og landsliðsmaðurinn Ólafur Ólafsson hefur verið duglegur að vinna keppnina undanfarin ár en spurningin er hvort kominn sé tími á einhvern þarna úti að velta honum úr sessi?
www.kki.is
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Quincy Hankins-Cole kann að troða og hér með er skorað á kappann að skrá sig til leiks!