spot_img
HomeFréttirSkallagrímur landaði níunda sigrinum í Ljónagryfjunni

Skallagrímur landaði níunda sigrinum í Ljónagryfjunni

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í kvöld en þá vann Skallagrímur sinn níunda leik í röð í 1. deild kvenna. Borgnesingar tróna nú á toppi deildarinnar með 18 stig, fullt hús stiga en lokatölur í leiknum gegn Njarðvík í kvöld voru 55-77 Skallagrím í vil. Njarðvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 6 stig eins og Þór Akureyri og Breiðablik.

Sólrún Sæmundsdóttir var sjóðheit í kvöld með 28 stig og þar af var hún 7/11 í þriggja stiga skotum og setti þar með met yfir flestar skoraðar þriggja stiga körfur í einum leik. Sólrún var einnig með 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta en hjá Njarðvíkingum var Soffía Rún Skúladóttir atkvæðamest með 17 stig.

Helstu tölur leiksins:

Njarðvík-Skallagrímur 55-77 (12-17, 13-20, 15-19, 15-21)
Njarðvík: Soffía Rún Skúladóttir 17, Svala Sigurðadóttir 10, Björk Gunnarsdótir 7/5 stoðsendingar, Þóra Jónsdóttir 6, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 5, Svanhvít Ósk Snorradóttir 4/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/4 fráköst, Hulda Ósk B. Vatnsdal 2/6 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 1, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1/4 fráköst, Nína Karen Víðisdóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0. 
Skallagrímur: Sólrún Sæmundsdóttir 28/6 fráköst, Erikka Banks 26/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/6 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 6/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/6 stoðsendingar, Edda Bára Árnadóttir 2, Arna Hrönn Ámundaóttir 1, Gunnfríður lafsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Aníta Jasmín Finnsdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0/10 fráköst. 

Myndir/ Árni Þór Ármannsson
 

Staða
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Skallagrímur 9 9 0 18 680/495 75.6/55.0 5/0 4/0 77.8/51.2 72.8/59.8 5/0 9/0 +9 +5 +4 1/0
2. KR 6 4 2 8 419/381 69.8/63.5 1/1 3/1 70.5/55.0 69.5/67.8 4/1 4/2 +1 -1 +3 1/0
3. Breiðablik 8 3 5 6 489/497 61.1/62.1 1/3 2/2 59.8/63.3 62.5/61.0 1/4 3/5 -4 -2 -2 2/2
4. Þór Ak. 6 3 3 6 413/355 68.8/59.2 1/1 2/2 63.5/57.0 71.5/60.3 2/3 3/3 +1 +1 +1 0/2
5. Njarðvík 7 3 4 6 379/425 54.1/60.7 1/3 2/1 54.5/61.3 53.7/60.0 2/3 3/4 -2 -1 -1 1/1
6. Fjölnir 8 0 8 0 351/578 43.9/72.3 0/5 0/3 50.4/77.4 33.0/63.7 0/5 0/8 -8 -5 -3
Fréttir
- Auglýsing -