spot_img
HomeFréttirSkallagrímur lagði Njarðvík í Borgarnesi (Umfjöllun)

Skallagrímur lagði Njarðvík í Borgarnesi (Umfjöllun)

11:48

{mosimage}

(Flake var öflugur að vanda fyrir Skallagrím) 

Borgnesingar sigruðu Njarðvíkinga í Fjósinu í Borgarnesi í gærkvöldi með 90 stigum gegn 82. Það var fyrst og fremst frábær liðsheild sem skilaði Skallagrími sigrinum en leikmenn liðsins voru að spila fantavel saman sem ein heild.

Borgnesingar voru að hitta vel fyrir utan í byrjun leiks ásamt því að spila góða vörn, greinlegt var að mikill kraftur var í heimamönnum. Allan Fall setti 3 þrista í fyrsta leikhluta, en Njarðvíkingar voru að basla og komust lítið í átt að körfunni ef ekki hefði verið fyrir hinn unga Jóhann Ólafsson hefði getað farið verr.

Boltinn gekk vel á milli Skallagrímsmann og bakverðir liðsins voru að keyra meira að körfunni en oft áður. Skallagrímsmenn voru sömuleiðis að frákasta vel í vörninni. Annar leikhluti byrjaði á svipuðum nótum, og átti Darrel Flake tilþrif kvöldsins er hann tróð yfir Friðrik Stefánsson sem fékk villu að auki. En um miðbik leikhlutans fóru Skallagrímsmenn að basla í sókninni, fljótfær skot og slæmar ákvarðanir fóru að líta dagsins ljós. Njarðvík náði ekki að nýta sér það sem skildi, minnkuðu þó muninn í 1 stig, en Skallagrímsmenn náðu muninum aftur upp fyrir hálfleik, og má þakka fyrir það að vörnin hélt þó að sóknin væri ekki mjög góð hjá heimamönnum. 

Þriðji leikhluti var mjög slappur að hálfu heimamanna, sóknarleikurinn var tilviljanakenndur og stirður, menn voru seinir aftur og misstu aðeins dampinn andlega og Njarðvíkingar gengu á lagið og náðu að komast yfir 60-61. Brenton Birmingham var traustur á þessum tímapunkti fyrir Njarðvík, en samt var eins og það væri enginn einn leikmaður gestanna væri að gera góða hluti og stíga upp. En Skallagrímur náði að rífa sig upp úr lægðinni og leikurinn hélst jafn.  

{mosimage}

(Fagnaðarlætin létu ekki á sér standa) 

Fjórði leikhluti var æsispennandi og lítið skildi á milli allan leikhlutann. Skallagrímur var þó alltaf skrefinu á undan. Leikurinn hélst svo nokkuð jafn, Skallagrímur var 2-5 stigum yfir og það var ekki fyrr en þegar ein og hálf mínúta var eftir sem að skilja fór í sundur. Pálmi Sævarsson átti mjög mikilvæga körfu þar sem hann náði sínu eigin frákasti eftir misheppnað skot og fékk villu og körfugóða. Njarðvíkingar fóru þá að klikka úr sínum skotum, Skallagrímur tók mikilvæg fráköst og Njarðvíkingar tóku uppá því að brjóta, vítin rötuðu niður og björninn var þá unninn. 

Frábær sigur hjá heimamönnum á feyknarsterku liði Njarðvíkinga sem átti þó ekki sinn besta dag í kvöld. Milojica Zekovic var stigahæstur Skallarímsmanna með 27 stig en Darrel Flake var með 20 stig og 17 fráköst. Axel Kárason lék ekki með Skallagrímsmönnum í kvöld en hann er að jafna sig eftir fótbrot en hann hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins að undanförnu. Sýnir það styrk heimamanna að klára jafn erfiðan leik án slíks lykilleikmanns. Ekki verður hægt að tala um þennan leik án þess að minnast á þátt Óðins Guðmundssonar, sem lék feykigóða vörn á Brenton Birmingham í kvöld og nældi sér í 5 stig.

Tölfræði leiksins  

Texti: www.skallagrimur.org

Myndir: Svanur Steinarsson – Framköllunarþjónustan  

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

(Of náin kynni?)

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -