spot_img
HomeFréttirSkagamenn losa sig við Doe

Skagamenn losa sig við Doe

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Lemuel Doe sem leikið hefur með liðinu í fyrstu þremur leikjum liðsins í vetur í 1. deild karla. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá félaginu.
 
 
Reiknað er með að nýr bandarískur leikmaður muni verða klár í næsta leik liðsins, þ.e. þegar ÍA tekur á móti Þór frá Akureyri sunnudaginn 2. nóvember í Powerade-bikarnum. Sá leikmaður er Skagamönnum að góðu kunnur, en hann heitir Zachary Jamarco Warren og lék með liðinu á síðastliðnu tímabili við góðan orðstír.
 
Stjórn, þjálfarar og leikmenn ÍA þakka Lemuel fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni.
 
f.h. KFA
Örn Arnarson, formaður
  
Fréttir
- Auglýsing -