spot_img
HomeFréttirSjö spor saumuð í enni Helga Freys

Sjö spor saumuð í enni Helga Freys

9:56

Randers Cimbria (11-7) tók á móti BK Amager í dönsku úrvalsdeildinni í gær og tapaði 75-76 eftir jafnan og spennandi leik. Helgi Freyr Margeirsson lék í 10 mínútur en hann meiddist í leiknum.

Atvikið átti sér þannig stað að Helgi keyrði að körfunni og skyndilega lá hann á gólfinu og blóðið fossaði úr enni hans. Helgi hafði lent í samstuði við olnbogann á Peter Johansen og þurfti að sauma 7 spor í enni Helga. Atvikið olli æsing í leiknum og lauk því með að Trinity Pulliam leikmann Randers var vikið af velli. Helga tókst að skora 2 stig á þessum 10 mínútum og stela 2 boltum. 

Amager komst með sigrinum upp að hlið Randers í þriðja sæti og baráttan um heimavallarrétt í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar harðnar enn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -