spot_img
HomeFréttirSjáðu Almar Orra bæta skólametið í sínum þriðja leik með Bradley

Sjáðu Almar Orra bæta skólametið í sínum þriðja leik með Bradley

Almar Orri Atlason fer vel af stað á tímabilinu með Bradley Braves í bandaríska háskólaboltanum. Það sem af er tímabili hefur Bradley unnið alla þrjá leiki sína og er Almar að skila 9 stigum að meðaltali í leik.

Besti leikur Almars var líklega í 23 stiga sigri Bradley gegn Tarleton State nú í gær. Þá var hann stigahæstur með 18 stig, sem öll komu úr þriggja stiga skotum, en hann var 6 af 7 úr djúpinu í leiknum.

Með því að setja 6 þrista í leiknum setti Almar nýtt skólamet nýliða, en áður höfðu nýliðar Bradley aðeins náð að setja 5 þrista í leik.

Í færslu skólans hér fyrir neðan má sjá myndband af Almari er hann setur sjötta þristinn.

Fréttir
- Auglýsing -