spot_img
HomeFréttirSigurganga Skallagríms heldur áfram

Sigurganga Skallagríms heldur áfram

Önnur viðureign Fjölnis og Skallagríms í 1. deild kvenna í vetur fór fram í Dalhúsum í kvöld. Staða liðanna er ólík í deildinni, Skallagrímur hefur unnið alla sína leiki og sat fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 9 leiki en Fjölnisstúlkur eiga enn eftir að landa sínum fyrsta sigri.

Fjölnisstúlkur byrjuðu vel í kvöld og stóðu í Skallagrím framan af 1. leikhluta. Í stöðunni 10 – 10 komu átta stig í röð frá Skallagrímsstúlkum sem eftir þetta héldu forystunni allt til loka leiks og sigruðu Fjölni með 26 stigum, 45 – 71. Skallagrímsstúlkur halda því í jólafrí með fullt hús stiga, 20 stig eftir 10 spilaða leiki í deildinni. 

Bæði lið spiluðu þétta vörn og börðust um alla bolta. Skallagrímur hafði mikla yfirburði í sóknarfrákastabaráttunni, tóku 23 sóknarfráköst á móti 7 sóknarfráköstum Fjölnis. Erikka Banks var atkvæðamest Skallagrímsstúlkna með 23 stig og 10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 17 stigum og Sólrún Sæmundsdóttir 13 stigum. Hjá Fjölni voru Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir og Fanney Ragnarsdóttir með 9 stig hvor og Kristín María Matthíasdóttir bætti við 8 stigum. 

Fjölnir 45 – 71 Skallagrímur (17-24, 11-23, 5-15, 12-9)

Stigaskor Fjölnis: Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 9 stig, Fanney Ragnarsdóttir 9 stig, Kristín María Matthíasdóttir 8 stig, Elísa Birgisdóttir 5 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 5 stig, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2 stig, Erna María Sveinsdóttir 2 stig/5 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 0 stig/6 fráköst, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0 stig, Sigrún Elísa Gylfadóttir 0 stig. 

Stigaskor Skallagríms: Erikka Banks 23 stig/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 17 stig, Sólrún Sæmundsdóttir 13 stig, Hanna Þráinsdóttir 9 stig, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2 stig/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 2 stig, Edda Bára Árnadóttir 2 stig/6 fráköst, Gunnfríður Ólafsdóttir 0 stig/6 fráköst, Melkorka Sól Pétursdóttir 0 stig, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0 stig, Aníta Jasmín Finnsdóttir 0 stig. 

Myndasafn (Bára Dröfn)

 

Fréttir
- Auglýsing -