Sigurganga Keflavíkur hélt áfram í Grindavík

Keflavík lagði Grindavík í kvöld í 7. umferð Subway deildar kvenna, 78-80.

Eftir góða byrjun heimakvenna náði Keflavík yfirhöndinni um miðjan fyrsta leikhluta. Það sem eftir lifði leiks náði Grindavík ekki að komast yfir aftur. Keflavík hélt í forystuna, en í sex skipti náðu heimakonur að jafna leikinn. Í síðasta skiptið þegar lítið var eftir að lokaleikhlutanum. Grindavík fékk tækifæri til þess að vinna leikinn undir lokin en allt kom fyrir ekki, Keflavík vinnur að lokum nokkuð sterkan tveggja stiga sigur og eru því enn ósigraðar eftir fyrstu sjö umferðirnar, 78-80.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 23 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var Danielle Rodriguez best með 15 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Hér fyrir neðan má sjá viðtöl sem birtast í YouTube síðu vefmiðils Víkurfrétta, vf.is.