spot_img
HomeFréttirNýliðar Þórs lögðu Hauka

Nýliðar Þórs lögðu Hauka

Nýliðar Þórs lögðu Hauka í kvöld í 7. umferð Subway deildar kvenna, 74-69.

Eftir leikinn er Þór í 5. sæti deildarinnar með 4 sigra og 3 töp á meðan að Haukar eru í 7. sætinu með 3 sigra og 4 töp.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn undir lokin. Það voru þó Haukar sem leiddu lengst af og þegar mest lét voru þær 15 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og 10 stigum yfir undir loka þriðja leikhluta. Undir lok leiks ná heimakonur þó að vinna forskotið niður og halda í forystuna frá því 5 mínútur eru eftir allt til loka leiks, 74-69.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Madison Anne Sutton með 23 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir Hauka var það Keira Robinson sem dró vagninn með 18 stigum, 16 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -