spot_img
HomeFréttirSigurganga Dallas á enda - Miami með níunda í röð

Sigurganga Dallas á enda – Miami með níunda í röð

Milwaukee lagði Dallas að velli í 99-103 og batt því enda á sigurgöngu Dallas sem stóð í 12 leikjum. Miami er komið með níu sigurleiki og lið Chicago er á góðu rólu.
Dirk Nowitzki gat jafnað leikinn í lokin en geigaði á stuttu jöfnunarskoti. Svo fór að Brandon Jennings og félagar í Milwaukee urðu fyrsta liðið til að leggja Dallas að velli síðan Chicago vann þá 19. nóvember. Eftir það fór liðið á mikið skrið og vann 12 leiki í röð. Brandon Jennings var með 23 stig fyrir gestina og Dirk Nowitzki var með 30 fyrir heimamenn.
 
Miami vann New Orleans 96-864 en þetta var níundi sigurleikur liðsins í röð. Dwayne Wade var með 32 stig, Chris Bosh setti 23 og LeBron James 20. Eftir rólega byrjun eru leikmenn Miami með sólstrandargæjanna Wade, Bosh og James í broddi fylkingar að leggja hvert liðið á fætur öðru. David West var með 26 stig fyrir New Orleans sem tapaði þarna þriðja leiknum sínum í röð.
 
Úrslit næturinnar:
Dallas – Milwaukee 99-103
Miami – New Orleans 96-84
Chicago-Indiana 92-73
Memphis – Portland 86-73
Utah – Golden State 108-95
 
Mynd: Brandon Jennings var sjóðandi þegar Milwaukee mætti til Dallas og kláraði heitasta lið deildarinnar á þeirra eigin heimavelli.
 
Fréttir
- Auglýsing -