10:48
{mosimage}
(Sigurður veður að körfu Svartfellinga)
Sigurður neitaði því ekki að þrátt fyrir tap þá hefði verið gaman að takast á við tröllvaxna leikmenn Svartfjallalands. “ Jú það er þvílíkt gaman að slást við svona menn en maður lemur bara aðeins á þeim”. Sigurður fékk þó ekki að klást við Slavko Vranjes sem undirritaður fullyrti í gær að væri einn stærsti maður sem spilað hefur hér á landi. “nei, hann leit bara út fyrir að vera pusla svo það hefði ekkert verið gaman. Þeir eru oftast meiri pulsur því stærri sem þeir eru”.
Sigurður var sammála liðsfélögum sínum að spilamennska liðsins hefði ekki verið uppá marga fiska. “ Við spiluðum betur í seinni hálfleik, en við eigum að vera betri en þetta finnst mér. Við vorum bara að klikka á skotum, það er bara einfalt. Við stóru mennirnir vorum að klikka mikið undir körfunni, vorum ekki nógu sterkir og ákveðnir”. Þrátt fyrir stærðarmuninn vildi Sigurður ekki meina að það gerði gæfumuninn. “ Við þurfum bara að vera ákveðnir, þetta er ekkert mikið betra en við”.
Næsta verkefni Íslands er eins og áður hefur komið fram útileikur gegn Austurríki á laugardaginn. Sá leikur legst vel í Sigurð “Við komum saman núna, gleymum þessum leik og förum út í fyrramálið. Einn leikur eftir og við gefum allt í hann”.
Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]