spot_img
HomeFréttirSigurður Ingimundarson: vörnin góð

Sigurður Ingimundarson: vörnin góð

15:55
{mosimage}
(Sigurður Ingimundarson ásamt Guðjóni Skúlasyni aðstoðarþjálfara og Jóni Arnóri)

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, var að vonum nokkuð sáttur með leik sinna manna eftir leikinn við dani.  „Ég er ánægður hvernig við gerðum þetta saman, það var lítið um að við færum út fyrir það sem við ætluðum að gera.  En við getum betur en þetta. Við eigum inni svolítið, ég hefði vilja sóknarleikinn aðeins markvissari á köflum.  Það sem gaf okkur forystuna var að fá svolítið hraðar sóknir og fá svolítið vilt í þetta í smá tíma. Ég hefði viljað fá svolítið meira út úr sóknunum okkar en það er ekki á allt kosið.”
Næsta verkefni landsliðsins er að fara til Hollands næsta laugardag.  Sigurður segir Hollenska liðið ekki svo ólíkt því danska.  „ Það verður margt svipað uppá teningunum.”  Sigurður var ekkert frá því að það næðist sigur á útivelli á laugardaginn.  „Við þurfum að ná einum útisigri og af hverju ekki byrja bara strax á því.”

Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -