spot_img

Sigurður aftur í ÍR

Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið að snúa aftur til liðs við ÍR eftir stutta viðveru í Frakklandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis sem fram fór á Netbifreiðasölunni, stuðningsaðila ÍR.

Sigurður samdi BC Orchies fyrr í sumar. Liðið leikur í NM1 deildinni í Frakklandi en fjárhagserfiðleikar félagsins gerðu það að verkum að liðið gat ekki skráð hann til leiks.

Miðherjinn góðkunni var á meðal bestu leikmanna í Dominos deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann var með 13,4 stig, 8,4 fráköst og 1,6 varin skot að meðaltali í leik fyrir ÍR. Hann var lykilmaður í spútnik-liði Breiðhyltinga sem komust í oddaleik gegn KR í lokaúrslitunum eftir að hafa endað í 7. sæti í deildarkeppninni. Sigurður var í lok tímabilsins valinn í úrvalslið Dominos deildar karla í fimmta sinn á tíu árum.

Viðtal við Sigurð er væntanlegt á Körfuna.

Fréttir
- Auglýsing -