10:37
{mosimage}
(Helena gerði 9 stig og tók 7 fráköst fyrir TCU í nótt)
Helena Sverrisdóttir og lið hennar TCU í bandarísku háskóladeildinni unnu sinn sjötta leik í röð í nótt þegar TCU mætti New Mexico skólanum. Ekki var mikið skorað í leiknum sem lauk með 41-38 sigri TCU en leikurinn fór fram á heimavelli TCU, Daniel-Meyer Coliseum.
Helena gerði 9 stig í leiknum, tók 7 fráköst og var með 3 stoðsendingar á þeim 34 mínútum sem hún leik. TCU hefur nú unnið 11 leiki í Mountain West riðlinum og tapað 3. TCU setti met í nótt þegar liðið skoraði 41 stig í sigri en það er lægsta stigaskor skólans í sigri og met frá árinu 1982 var slegið en þá vann TCU sigur á Southwestern skólanum og skoraði 49 stig í þeim leik.
Rétt rúmlega 3000 manns mættu á leikinn en það er mesta aðsókn á leik TCU síðan 24. janúar 2007 þegar tæplega 3500 manns mættu á leik í Daniel-Meyer Coliseum en þá lék TCU einnig gegn New Mexico skólanum.
TCU er nú í 2. sæti Mountain West riðilsins en Utah er á toppnum með 11 sigra og 2 tapleiki og á því leik til góða á TCU.