Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Solna Vikings höfðu góðan útisigur gegn ecoÖrebro en Sundsvall Dragons lágu heima. Þetta var annar sigur Solna í röð og jafn framt annar tapleikur Sundsvall í röð.
ecoÖrebro 68-88 Solna Vikings
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 11 stig og tók 5 fráköst í liði Solna en kappinn lék í tæpar 30 mínútur. Miðherjinn var hvergi banginn, sökkti 2 af 3 þristum sínum í leiknum og var einnig með tvær stoðsendingar. Í sex leikjum fyrir Solna er Sigurður með 9,2 stig, 5,7 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik.
Sundsvall Dragons 79-89 Norrköping Dolphins
Þrátt fyrir 24 stig, 14 fráköst og tvo stolna bolta frá Hlyni Bæringssyni hafði Norrköping betur. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 14 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarsson með 7 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson kom lítið við sögu að þessu sinni, lék í rétt rúma mínútu.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Grundserien
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | BOR | 7 | 6 | 1 | 12 | 628/551 | 89.7/78.7 | 3/1 | 3/0 | 86.3/75.5 | 94.3/83.0 | 4/1 | 6/1 | +1 | -1 | +3 | 2/0 |
2. | SÖD | 7 | 5 | 2 | 10 | 528/515 | 75.4/73.6 | 3/1 | 2/1 | 79.3/75.8 | 70.3/70.7 | 3/2 | 5/2 | +1 | +1 | -1 | 1/1 |
3. | UPP | 4 | 4 | 0 | 8 | 384/301 | 96.0/75.3 | 2/0 | 2/0 | 90.5/77.0 | 101.5/73.5 | 4/0 | 4/0 | +4 | +2 | +2 | 0/0 |