spot_img
HomeFréttirSigrún: Vörnin og frákastabaráttan vinnur leikinn í kvöld!

Sigrún: Vörnin og frákastabaráttan vinnur leikinn í kvöld!

17:03
{mosimage}

(Sigrún Sjöfn Ámundadóttir)

Silfurlið KR mætir Val í sannkölluðum Reykjavíkurslag í Iceland Express deild kvenna kl. 19:15 í Vodafonehöllinni í kvöld. Eftir gott undirbúningstímabil hefur gengi KR ekki verið eins og margir spáðu til um en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður KR sagði í samtali við Karfan.is að nóg væri eftir af mótinu. Systir hennar Guðrún verður ekki með í kvöld þar sem hún er stödd í Bandaríkjunum að heimsækja Helenu Sverrisdóttur.

Er KR nokkuð að missa af lestinni um að vera í A-hluta deildarinnar eftir áramót?
Nei nei, það er nóg eftir. Við þurfum að byggja ofaná góðan sigur á móti Snæfell í síðustu umferð og halda áfram á þeirri braut. Þetta fer vonandi allt að koma hjá okkur.

Hvað þarf að ganga upp hjá KR í kvöld til að landa sigri gegn Val?
Við þurfum allar að mæta tilbúnar og með rétt hugarfar, spila saman sem lið, þá ætti þetta að smella hjá okkur. En annars er það klárlega vörnin og frákastabaráttan sem vinnur þennan leik.

Hver er staðan á hópnum? Halda allir heilir inn í leikinn í kvöld?
Nei, það vantar tvær í hópinn, Guðrún Ámunda er úti í Texas að heimsækja Helenu Sverris og Rakel Viggósdóttir verður ekki með, en annars mætum við allar hinar klárar í slaginn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -