Sigrún Ámundadóttir gerði 8 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í 73-56 sigri Norrköping Dolphins gegn Telge Basket í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þar með er Norrköping í 5.-8. sæti deildarinnar eftir tvo sigra og tvo tapleiki í fyrstu fjórum umferðunum.
Sigrún hefur farið vel af stað með höfrungunum en í þessum fyrstu fjórum leikjum liðsins hefur Sigrún verið með 12,5 stig, 7 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik.