Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lét vel að sér kveða í viðureign Norrköping Dolphins og Udominate Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Udominate fór með 69-63 sigur af hólmi en Sigrún kom með 17 stig inn af bekknum fyrir Norrköping.
Sigrún gerði eins og áður segir 17 stig og bætti við 8 fráköstum og var stigahæsti leikmaður liðsins í leiknum. Norrköping er nú í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, hefur unnið einn leik en tapað tveimur í fyrstu þremur leikjunum sínum.