spot_img
HomeFréttirSigrún í frí í sjötta sæti

Sigrún í frí í sjötta sæti

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í Norrköping Dolphins eru komnar í langt og myndarlegt jólafrí en höfrungarnir synda ekki aftur fyrr en 11. janúar næstkomandi. Lokaleikur liðsins fyrir jól í sænsku kvennadeildinni fór fram þann 14. desember síðastliðinn sem var 76-69 heimsigur gegn Mark Basket.
 
 
Norrköping fer í jólafrí í 6. sæti sænsku deildarinnar með 5 sigra og 6 tapleiki. Í þessum 11 leikjum sem Sigrún Sjöfn hefur leikið með Norrköping hefur hún gert 9,2 stig og tekið 5,9 fráköst að meðaltali í leik.
 
Staðan í sænsku kvennadeildinni
GRUNDSERIE
Nr Lag V F Poäng
1. Udominate Basket 11 0 22
2. Northland Basket 11 1 22
3. Sallén Basket 9 2 18
4. Mark Basket 6 5 12
5. Alvik BBK 6 6 12
6. Norrköping Dolphins 5 6 10
7. Telge Basket 5 6 10
8. IK Eos 5 6 10
9. Akropol BBK 3 8 6
10. Visby Ladies 3 8 6
11. 08 Stockholm HR 2 9 4
12. Solna Vikings 1 10 2
 
Fréttir
- Auglýsing -