Íslenska landsliðið hélt í morgun út til Finnlands til þess að taka þátt í lokamóti EuroBasket 2017. Þúsundir stuðningsmanna liðsins munu svo nú og á næstu dögum fljúga út til þess að styðja liðið. Mikið hefur verið haft fyrir því að fólk skemmti sér sem best, en við spjölluðum við starfsmann KKÍ, Sigríði Ingu Viggósdóttur um hvað væri að fara að gerast í Helsinki á blaðamannafundinum í gær.
Hérna er upplýsingasíða sambandsins fyrir keppnina
Bendum fólki einnig á að fylgja KKÍ á Facebook fyrir frekari upplýsingar, en þá mun Karfan.is einnig vera bæði með fréttir og fleira frá Finnlandi.