10:33
{mosimage}
(Signý hefur bikarinn á loft í fyrra)
Á svipuðum tíma í fyrra var Signý Hermannsdóttir að gera sig klára fyrir bikarúrslitaleik gegn Grindavík. 2-3 svæðisvörn Stúdína reyndist Grindavíkurkonum um megn í Höllinni og fögnuðu þær ákaft bikarmeistaratitli sínum. Signý þarf reyndar í þetta sinn að sætta sig við að sjá bikarleikina frá áhorfendastæðunum en við fengum hana til þess að rýna í leiki laugardagsins fyrir okkur:
Keflavík-Haukar, laugardagur 17. febrúar kl. 14:00
Þessi leikur gæti að mínu mati farið á hvorn veginn sem er og skiptir þá máli hvort liðið kemur samstilltara og hungraðra til leiks. Liðin hafa bæði unnið hvort annað í vetur á sínum heimavöllum og er Keflavík eina liðið sem hefur unnið Haukana í vetur. Ég þori ekki að spá fyrir um sigurvegara hér, vonast bara eftir hörkuleik.
ÍR-Hamar/Selfoss, laugardagur 17. febrúar kl. 16:00
Ég spái ÍR sigri í þessari viðureign. Þeir eru með marga skemmtilega íslenska leikmenn og gott lið. Ég verð reyndar að játa að ég hef ekki séð Hamar/Selfoss spila en miðað við liðin sem þeir hafa lagt til að komast í Höllina eru þeir til alls líklegir. Leikurinn ætti að vera spennandi og vonandi skemmtilegur en ÍR stendur upp sem sigurvegari.