Alvin Gentry fyrrum þjálfari Phoenix Suns sagði nýverið í viðtali við Henry Abbott hjá True Hoop sögu af því hvernig Shaq valdi einn úr liðinu öðru hverju og stökk á hann nakinn og velti sér um gólfið nokkrum sinnum. Eðlilegt?
Grípum niður í frásögn Gentry:
“Það sem hann gerði var að, með nokkurra daga eða vikna millibili ákvað hann að tími væri kominn á brasilíska nakta glímu. Þú vissir aldrei hver yrði fyrir valinu, en það gerðist þegar þú áttir einskis ills von, að 200 kílóa drumbur á þriðja metra stökk kviknakinn á fullri ferð á þig og fleygði þér í gólfið. Því næst myndi hann rúlla sér nokkra hringi á adamsklæðunum einum með þig í fanginu. Hann passaði sig samt að láta sjúkraþjálfarana vita áður svo þeir gætu verið tilbúnir að bregðast við.”
Gentry sagði einnig að hann hafi verið einn þeirra sem fengu þessa meðferð og hafi sálrænni meðferð lengi vel á eftir. Aðspurður hvers vegna hann hafi leyft þetta sem þjálfari liðsins á sínum tíma svaraði Gentry: “Enginn kemur í veg fyrir að Shaq geri það sem honum sýnist.”
Mikið rétt. Shaq svæfði eitt sinn Gordan Giricek með hálstaki á æfingu hjá Suns eftir rifrildi þeirra á milli. Hann hætti í NBA eftir það tímabil.