Í gær tryggðu Serbía og Spánn sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í körfuknattleik. Tveir stórleikir fara svo fram í dag þar sem mæstast annarsvegar Slóvenía og Ástralía og hinsvegar Tyrkland og Frakkland.
Úrslitin í gær:
Úrslitin réðust á vítalínunni þegar aðeins ein sekúnda var til leiksloka. Aleksandar Rasic reyndist hetja Serba þegar hann setti niður fyrra vítið með sekúndu eftir á leikklukkunni. Hann klikkaði á síðara skotinu og tíminn rann út. Nenad Krstic var stigahæstur í liði Serba með 16 stig en í liði Króata var Marko Popovic með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Serbía 73-72 Króatía
Úrslitin réðust á vítalínunni þegar aðeins ein sekúnda var til leiksloka. Aleksandar Rasic reyndist hetja Serba þegar hann setti niður fyrra vítið með sekúndu eftir á leikklukkunni. Hann klikkaði á síðara skotinu og tíminn rann út. Nenad Krstic var stigahæstur í liði Serba með 16 stig en í liði Króata var Marko Popovic með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Spánn 80-72 Grikkland
Juan Carlos Navarro var stigahæstur í liði Spánverja með 22 stig en hjá Grikkjum voru þeir Nikos Zisis og Dimitris Diamantitis báðir með 16 stig.
Í dag kl. 15:00 mætast fyrst Slóvenar og Ástralir og svo kl. 18:00 mætast Tyrkir og Frakkar.
Ljósmynd/www.fiba.com – Spánverjar fögnuðu vel sigrinum á Grikkjum í gær.