spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss Karfa semur við ACB deildarlið Real Betis - Kennedy Clement í...

Selfoss Karfa semur við ACB deildarlið Real Betis – Kennedy Clement í Vallaskóla

Selfoss Karfa hefur gert samning við spænska félagið Real Betis um náið samstarf félaganna við uppbyggingu ungra og efnilegra leikmann. Tilkynnir félagið þetta fyrr í dag á samfélagsmiðlum.

Real Betis leikur í efstu deild á Spáni, ACB deildinni, en þar hafa þeir verið alveg síðan árið 1989 fyrir utan eitt tímabil, 2018-19, þegar þeir fóru niður og unnu Leb Oro deildina. Þangað til árið 2018 var liðið þekkt sem CDB Sevilla, en með því hefur fjöldinn allur af stórum nöfnum leikið. NBA leikmennirnir Kristapss Porzingis hjá Dallas Mavericks og Tomas Satoransky bakvörður Chicago Bulls verandi tveir þeirra.

Fréttatilkynningu félagsins er í heild hægt að lesa hér fyrir neðan, en í henni segir meðal annars að samstarfi hafi verið komið á að frumkvæði þjálfara Selfoss Körfu Chris Caird og að vonir séu bundnar við það að það muni skapa áhugaverð tækifæri fyrir leikmenn félagsins. Þá er einnig tilkynnt að til Selfoss komi Kennedy Clement til frá Betis, en hann er 18 ára yngri landsliða leikmaður Spánar sem kemur úr akademíu félagsins.

Fréttatilkynning:

Fréttir
- Auglýsing -