spot_img
HomeFréttirSeinni hálfleikur ekki nógu góður

Seinni hálfleikur ekki nógu góður

Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Domino's deild kvenna í gærkvöldi og féll við það niður í 4. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Keflavík sem situr í 3. sæti. Lilja Ósk Sigmarsdóttir sem valin var dugnaðarforkur fyrri hluta Domino's deildar kvenna var ekki nógu sátt við leik Grindavíkur í seinni hálfleik eftir góða byrjun þar sem liðið náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik.

"Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður hjá okkur. Við vorum ekki að spila nógu vel saman og ekki að spila nógu góða vörn. Við vorum frábærar í fyrsta leikhluta og öðrum leikhluta og svo bara misstum við þetta."

Grindavíkurliðið var sjóðheitt fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta og setti niður 8 af 11 skotum í honum en minna fór fyrir þristunum eftir því sem leið á leikinn "Við vorum bara ekki að taka mörg þriggja stiga skot í seinni hálfleik og þau hefðu líka verið að detta, en þetta var bara ekki nógu gott."

Fréttir
- Auglýsing -